16 atriði sem þú átt aldrei að biðjast afsökunar á

Að geta sagt fyrirgefðu er ekki eins auðvelt og margir halda. Orðið gefur þér færi á að vera fyrirgefið af annarri manneskju eða þú segir það til þess að stöðva ósætti. Það er alltaf gott að segja fyrirgefðu þegar þú hefur gert eitthvað rangt, en það er líka hægt að vera of afsakandi.

Sumir segja fyrirgefðu fyrir öll smáatriði og getur það orðið að ávana sem erfitt er að stöðva. Það að afsaka sig of mikið, getur verið af hreinni kurteisi, en það er óþarfi að afsaka sum atriði:

600-478865633-cheering-woman

Sjá einnig: Langar þig til þess að ýta á ,,endurræsa“?

1. Aðstæður sem eru ekki þér að kenna

Þú þarft ekki að hafa stjórn á öllu. Þó að þér líði eins og þú þurfir að biðjast fyrirgefningar, er það ekki á þinni ábyrgð þegar sökin er ekki þín. Dragðu djúpt inn andann og haltu áfram með daginn þinn, því þú hefur þarfari hluti að gera en að segja fyrirgefðu við einhverju sem er ekki þér að kenna.

2. Þegar vandamálið hefur ekkert með þig að gera

Þú munt alltaf finna fólk sem vill draga þig inn í vandamál þeirra. Þessar aðstæður eru þó þannig að þú getur fjarlægt þig úr aðstæðum ef innsæið þitt segir þér að gera það. Flestir hafa nógu mikið á sinni könnu hvort eð er.

Sjá einnig: Við þurfum meiri innri frið: Höfum þetta hugfast

3. Fyrir að setja sjálfa/n þig í fyrsta sæti

Þegar þú ert stöðugt að gera öðrum til geðs getur það leitt til þess að þú týnir þér. Með því að elska þig, getur þú betur elskað aðra. Að setja þig í fyrsta sæti er ekki eitthvað sem þú átt að biðjast afsökunar á.  

4. Fyrir hluti sem þú elskar að gera

Það er nákvæmlega sama hvað öðrum finnst, því þegar þú gerir eitthvað sem þú elskar ert þú að láta þér líða betur. Gerðu það bara og njóttu, svo lengi sem það hefur ekki neikvæð áhrif á aðra í kringum þig. Gleði er eitthvað sem á ekki að afsaka fyrir.

5. Fyrir að elta draumana þína

Það mun alltaf vera þannig að það eru einhverjir sem eru ekki samþykkir draumunum þínum. Það er einmitt ástæðan fyrir því að það eru þínir draumar. Njóttu ferðarinnar án þess að vera með samviskubit.

6. Fyrir að velja jákvæðari nálgun á málinu, heldur en neikvæða

Sumir eiga það til að horfa á glasið sem hálf tómt. Ekki segja fyrirgefðu fyrir að sjá glasið hálf fullt, því það gerir lífið miklu auðveldara.

7. Fyrir að vera trúr sínum eigin takmörkum

Ef þér finnst einhver vera að stíga yfir mörkin þín, hefurðu fullan rétt á því að segja það. Ef þú ert stöðugt að leyfa öðrum að troða á takmörkum þínum, endar það með því að það hefur verulega neikvæð áhrif á þig. Ekki leyfa öðrum að nota þig sem dyramottu. Stattu sterk/ur og stattu með þér.

8. Fyrir að ganga í burtu frá einhverju sem þú vilt ekki láta tengja þig við

Þetta tengist líka því að vera sönn eða sannur þér. Ef þú ert í aðstæðum sem þig langar ekki að vera, hefurðu fullan rétt á því að standa fast á þínu og ganga í burtu. Þú skuldar engum útskýringu.

Sjá einnig:5 leiðir til að finna þig þegar þú ert áttavillt/ur

9. Fyrir að biðja um hjálp

Sumum finnst hræðilega erfitt að biðja um hjálp. Það er alltaf valkostur að biðja, en þú þarft ekki að afsaka það heldur.

10. Fyrir að segja nei

Rétt eins og þú hefur rétt á því að biðja um aðstoð, átt þú líka rétt á því að segja nei. Þér ber engin skylda til þess að segja hvers vegna. Nei þýðir bara nei.

11. Fyrir að þurfa tíma fyrir sjálfa/n þig

Það er mjög heilbrigt fyrir alla að taka sér tíma fyrir sjálfan sig. Það gefur þér tækifæri á að greiða úr hugsunum  þínum og koma öllu í lífi þínu á hreint aftur. Hvers vegna ættirðu að biðjast afsökunar á einhverju sem er svo jákvætt?

12. Fyrir að vera ekki sammála einhverjum

Allir eiga rétt á sinni skoðun, en stundum getum við bara ekki verið sammála. Það er allt í lagi og ekkert til að afsaka, því það er alltaf hægt að vera sammála um að vera ósammála.

13. Fyrir að sýna tilfinningar þínar

Það er ekkert eðlilegt við það að sýna aldrei tilfinningar sínar á einn eða annan háttinn. Ekki finnast þú þurfa að biðjast afsökunar á því og vertu ánægð/ur með þá manneskju sem þú ert, án þess að þurfa að loka allt inni. Þó að þú ert kannski þannig týpa að loka allt inni, munu koma augnablik sem þú sýnir tilfinningarnar.

14. Fyrir að ná árangri

Afbrýðisemi er skugginn af græðginni. Þegar þér gengur vel munu alltaf vera einhverjir sem reynir að ná þér niður og geta þau jafnvel látið þig fá samviskubit yfir árangri þínum. Vertu stolt/ur að því sem þú hefur áorkað.

15. Fyrir að hlusta á innsæið

Okkar innra leiðarljós eða litla röddin inni í höfðinu á okkur er sú sem lýsir okkur leiðina. Okkar innri rödd getur verið betri leiðarvísir en álit annarra. Ef þú veist að þú getur stólað á innsæið þitt, skaltu halda þig við það, því það getur leitt þig á rétta braut.

16. Fyrir að vera hamingjusöm eða hamingjusamur

Það er mjög mikilvægt að þú biðjist ekki afsökunar á því að finna til hamingju. Ef einhver lætur þér líða illa fyrir að vera hamingjusöm eða hamingjusamur, ætti sú manneskja að biðja þig afsökunar, en ekki þú hana. Haltu áfram að gera það sem þú ert að gera, svo hamingjan þín geti notið sín.

Heimildir:  thespiritscience

SHARE