16 seiðandi staðreyndir um fullnægingar

Fullnæging getur stundum verið eins og eitt af undrum veraldar –  stutt, löng, margar í röð, dásamlega góð eða bara ágæt og allt þar á milli. Til eru margar mýtur og staðreyndir um fullnægingar bæði karla og kvenna, svo það er ekki seinna vænna en að gera þessum málum skil. 

o-ORGASM-facebook-e1425417853909

1.   Meðal karlmaður þarf 1-2 mínútur til að fá fullnægingu.

2.   Meðal kona þarf að meðaltali 20 mínútur til að fá fullnægingu.

3.  Ný könnun sýnir að munurinn á fullnægingu karla og kvenna er ekki svo mikill. Vanalega varir fullnæging í 6-30 sekúndur hjá báðum kynjunum.

4.   Til eru tvenns konar fullnægingar. Annars vegar sú fullnæging sem varir í 20-30 sekúndur og þessi sem varir í auka 20-90 sekúndur.

5.   Þó að þú springir ekki úr fullnægingu, þýðir það ekki að þú sért að gera eitthvað rangt. Það gerist það sama í líkama þínum þegar þú ert að fá roslaega fullnægingu og þegar hún er bara smávægileg.

6.   Þegar konan á í erfiðleikum með að fá fullnægingu getur verið um tilfinningalegar ástæður að ræða. Þegar konan er óörugg í sambandi sínu er mun erfiðara fyrir hana að komast á toppinn, svo að góð samskipti eru lykillinn að frábærri fullnægingu. Opnið samskiptahliðina upp á gátt!

7.   Karlmenn svífa líka þegar þeir fá fullnæginu. Könnun sýnir fram á að virkni í vissum hluta heilans eykst við fullnægingu.

8.   Er þetta ekki allt saman fyrir heilsuna? Það er rétt, rannsóknir hafa sýnt fram á að menn sem fá fullnægingu að minnsta kosti tvisvar í viku lifa lengur, svo ykkur er ekki til setunnar boðið karlmenn!

9.   Sumar konur fá fullnægingu og vita ekki af því. Það gæti verið vegna þess að þær finna ekki fyrir því að grindabotnsvöðvarnir dragast saman en þeim líður mjög vel eftirá, sem er í raun fullnæging sem þær finna ekki eins mikið fyrir.

10.   Hvað er frönsk fullnæging?  Það er fullnæging sem er svo rosaleg að það getur valdið hjartaáfalli og leitt til dauða jafnvel. Áhugaverð staðreynd!

11.   Anorgasmia er heilkenni sem lýsir sér í að einstaklingur getur ekki náð fullnægingu. Það getur átt við bæði konur og karla, en örvæntið ekki, því það er mögulega hægt að lækna það ástand.

12.   Fullnæging getur læknað mörg mein. Allt frá höfuðverk, liðagigt, verki eftir skurðaðgerð, minnkað verki í fæðingu – eins sérstakt og það hljómar.

13.   Hversu margar fullnægingar? Talið er að konur geti fengið allt að 100 fullnægingar á klukkustund! Hversu margar ætli geti staðfest þá kenningu?

14.   Eru þið forvitin um að vita hvar þessi G-blettur er? Það er nefnilega málið að það eru ekki til sannanir fyrir þessum bletti – sem á að geta gert fullnæginguna stórkostlega! En afhverju ekki halda áfram að leita?

15.   Geirvörtufullnæging er viriklega til! Þegar geirvartan er örvuð, sprettur fram oxýtosín sem veldur sömu samdráttum í leginu eins og við fullnægingu, ásamt auknu blóðflæði til kynfæranna sem getur valdið frábærri fullnægingu.

16.   Þessi eftirsótta raðfullnæging! já einmitt, þegar þú færð fullnægingu aftur og aftur. Vissir þú að menn geta líka fengið raðfullnægingu? Svo ekki missa móðinn menn!

Nú er einmitt tíminn til að kanna og sannreyna þessar kenningar og kannanir. Ykkur er varla til setunnar boðið gott fólk!

Sjá einnig: 5 æfingar til þess að fá betri fullnægingu

SHARE