34 vandamál sem karlmenn munu aldrei skilja

1.    Að læra að ganga á hælum og halda kúlinu. Já og að finna hversu mjóir og/eða háir hælarnir mega vera áður en þú dettur á rassinn. Sumar konur virðast þó fæðast í stripparahælum og eiga alls ekkert erfitt með þetta. Húrra fyrir þeim.

2.    Að vera hífuð í hælum. Eins og það sé ekki nógu óstöðugt að vera vel í glasi án þess að hælaskóm sé bætt við jöfnuna. Gólfin á skemmtistöðum eru líka geðveikt sleip og klístruð.

3. Að festa túrtappaumbúðir í rennilásnum á töskunni. Og að berjast svo við að opna fjárans töskuna.

4.    Að þurfa að ganga í gegnum skrifstofuna á leiðinni á salernið með túrtappa upp í annarri erminni.

5.    Af hverju sumar auglýsingar kalla fram tár

6.    Grundvallarmuninn á leggings og buxum. Leggings eru ekki buxur. Punktur. Hyldu á þér rassinn.

7.    Hvernig þú getur lesið tilfinningar bestu vinkonu þinnar í tveggja orða sms-i með greinarmerki. Punktur getur verið þrunginn meiningu. Og skortur á punkti enn fremur.

8.    Að vita ekki hvar vatnslínan er. Eða hvað það er. Og eiga bara allir að vita þetta? Á maður að setja eyeliner þarna eða ekki?

9.    Að verja heilu kvöldi við hárþvott. Djúpnæring er ekkert grín.

10.  Að vakna hálftíma fyrr en þeir til þess eins að koma þér í stand fyrir daginn. Það eru alltaf einhverjar gærur sem mæta glerfínar á skrifstofuna akkúrat daginn sem þú mætir í strigaskóm. Aldrei að sýna veikleikamerki!

11.  Að vænta og sýna fagmennsku á vinnustaðnum og vera svo kölluð tík í staðinn.

12. Að kremjast á milli tveggja manna í bíl. Krúttlegt að þið haldið að þið þurfið allt þetta pláss fyrir djásnin en fyrr má nú vera.

13. Að vera áreitt á götum úti

14. Brjóstahaldarar sem passa ekki.

15.  Brjóst af sitthvori stærðinni. Og gera leit að brjóstahaldara sem passar erfiðari.

16. Hversu dýr undirföt eru

17. Langar biðraðir á kvennaklósett. Alls staðar. Alltaf.

18. Magabolir. Og hvort þú púllir þá eða hvort Rihanna sé sú eina á jarðríki sem kemst upp með að ganga í magabolum.

19. Að öll þín geðvonska skrifist á fyrirtíðaspennu. Í alvöru? Kannski er geðvonskan af því þú ert bjáni.

20. Að fá ekki fullnægingar. Ekki í hvert skipti allavega.

21. Að þurfa að ákveða hvort þú ætlir að viðurkenna skort á fullnægingu eða feik’ana. Ætti ekki að vera umræðuefni einu sinni en gerist samt.

22. Að segja rekkjunaut þínum að fullnægingin komi ekki í þetta sinn og fá svarið „En allar konur sem ég hef sofið hjá hafa fengið það, það er örugglega eitthvað að þér.“

23. Að feikaða. Hættum því. Heiðarleiki ofar öllu! Sérstaklega ef þú ert skotin.

24. Að vara gæjann sem þú ert nýfarin að hitta við að þú getir ekki… gert neitt skemmtilegt… af því þú ert á túr… En sért klárlega til í allskonar annað!

25. Að buxurnar/pilsið þrengist yfir daginn og að um leið og þú ert komin heim sé það spurning um líf eða dauða að komast í kósígallann. Svo ekki sé nú minnst á verkfæri djöfulsins  – sokkabuxur.

26. Ó-vinkonur „Ef hún fer svona í taugarnar á þér, af hverju ertu þá vinkona hennar?“ er eitthvað sem engin kona hefur spurt aðra konu.

27. Fíknin í kvenlæga en undarlega sjónvarpsþætti. Allar „Real Housewifes“ seríurnar, „Jersey Shore“ og „Toddlers and Tiaras“. Þetta er eins og eitthvað fíkniefni!

28. Að fara með aukaskópar í vinnuna. Til öryggis.

29. Að vera kölluð drusla. Fyrir að haga sér nákvæmlega eins og karlmaður á lausu gerir.

30. Djammföt á veturnar. Það er fáránlega snúið að vera sætur í slabbi, frosti, hálku og ógeði. Hælaskór og snjógalli er ekki málið. Sem betur fer klæðir maður sig skynsamlegar með aldrinum.

31. Að hafa áhyggjur af því að vera ekki nógu mikill feministi. Orðið sjálft er þrungið meiningu og margir vilja leggja sinn skilning í það og troða honum á þig.

32. Allt hið undarlega og á stundum hæðilega sem gerist á meðgöngu. Til dæmis að rifna frá rassi að píku.

33. Að fá varalit á tennurnar og vita það ekki.

34. Að vita ekki hvort þú ert of gömul eða of þung til að klæðast einhverju. Gakktu í því sem þú vilt.

 

 

 

Grein birt upprunalega á www.cosmopolitan.com

 

 

 

 

 

 

SHARE