4 kílógramma hárbolti fjarlægður úr maga 18 ára stúlku

Ayperi Alekseeva, 18 ára, hafði átt við mjög slæma magaverki að stríða og þegar kom að því að hún gat hvorki borðað né drukkið án þess að kasta upp og grennast hratt, endaði hún á spítala. Spítalinn er í höfuðborg Kyrgyzstan, Bishtek og læknarnir þar komust að því að stúlkan var með 4 kg hárbolta í meltingarfærunum. Hárboltinn var fjarlægður með neyðaraðgerð segir á Yahoo News.

Það kom í ljós þegar málið var skoðað að Ayperi hafði gert það að vana sínum að tyggja endana á hári sínu og einnig tók hún hár af gólfinu og borðaði það. Hún gaf læknunum loforð um að hætta þessu. „Magi hennar var svo illa bólginn vegna hársins og ullar úr teppinu á gólfinu að um leið og maginn var skorinn kom hárboltinn út,“ segir einn af læknunum sem var með Ayperi og bætir við að þessi hárbolti sé að öllum líkindum sá stærsti sem hefur verið fjarlægður úr manneskju. Stúlkan hefði dáið úr vannæringu og ofþornun ef hún hefði ekki verið skorin upp.

6595c030-47f5-11e4-8b69-4de0e874140f_CEN_HairRaising_03 c7a115e0-47f5-11e4-8b69-4de0e874140f_CEN_HairRaising_04

SHARE