5 góð ráð fyrir verðandi mæður

Andleg heilsa móður á meðgöngu hefur áhrif á heilsu barnsins. Álag og mikil streita á meðgöngu getur skaðað þroska barnsins. Hér eru fimm ráð sem verðandi mæður geta gripið til, til að stuðla að bættri heilsu barns og móður.

Talaðu við barnið
Finnst þér skrýtið að tala við bumbuna? Það er alveg óþarfi því það er ein leið til að mynda tilfinningaleg tengsl við barnið þótt það sé enn í móðurkviði. Sumir halda því fram að það stuðli að friðsælli meðgöngu.

Leggðu þig oft
Vel úthvíldar mæður eru betur í stakk búnar til að takast á við álagið sem fylgir meðgöngu en of mikið álag getur haft neikvæði áhrif á barnið.

 

Sjá einnig: Öll meðgangan fest á filmu – Sjáðu þetta hér!

Myndaðu tengsl
Athugaðu hvort það eru einhverjir mömmuklúbbar í grennd við þig. Margar mæður hópa sig saman á netinu og mynda mömmuklúbba til að sýna hver annarri stuðning.

Syngdu fyrir barnið
Heyrn þróast á 18. viku meðgöngu. Söngur hjálpar þér og barninu að slaka á og þannig lærir barnið að þekkja röddina þína.

Vertu skapandi
Farðu í mömmuleikfimi eða meðgöngujóga, skrifaðu í dagbók, teiknaðu eða eldaðu eitthvað nýtt. Nýttu meðgönguna til að gera eitthvað sem nærir sálina.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE