6 óvænt atriði sem geta valdið bakverkjum

Næstum allir sem þú þekkir, hvort sem eru afi þinn og amma, besti vinur eða yfirmaður þinn, hafa kvartað yfir verkjum í baki. Talið er að þetta sé einn algengasti sársauki sem til er og um 80% Ameríkana hafa fengið í bakið að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Með aldrinum stífna liðir og missa liðleika sinn. Vökvi í liðunum minnkar og brjósk getur farið að nuddast saman og eyðast.

Það eru nokkrir hversdagslegir hlutir sem þú gætir verið að gera sem geta aukið bakverki og líkurnar á bakverkjum

sleep  dream

Mjúk dýna

Það er mjög nauðsynlegt að vera með góða dýnu í rúminu þínu. Ekki bara til að sofa vel, heldur fyrir heilsuna þína yfir höfuð. Ef þú sefur á mjúkri dýnu getur það orsakað það að þyngdin sem hvílir á bakinu þínu er ójöfn og þú getur fengið mikinn verk í bakið. Í rannsókn sem gerð var árið 2003 í The Lancet, kom í ljós að það að sofa á meðalstífri dýnu gerði það að verkum að það var tvisvar sinnum líklegri til að bæta bakvandamál hjá fólki sem var með sögum um svoleiðis. Á meðalstífri dýnu hvílist hryggurinn betur og þér mun líða betur í bakinu.

dirty_things_smartphone.jpg

Að tala í símann

Farsímar gera það að verkum að við erum mjög oft í furðulegum líkamsstöðum því við getum talað í símann hvar sem er. Hringingar, smáskilaboð og tölvupóstaskrif geta valdið álagi á hálsinn sem getur svo leitt niður hrygginn. Í rannsókn frá árinu sem gerð var af Temple University kom í ljós að skrif á smartsíma býr til meiri verki í öxlum, hálsi og baki.

Vertu vakandi fyrir því í hvaða stöðu þú ert þegar þú ert í símanum og þá geta þessir verkir minnkað. Góð staða er þegar hálsinn er beinn, eyrun í beinni línu við axlirnar og herðablöðin niðri og slök.

 

Doing-Laundry

Heimilisverk

Að laga til og gera heimilisverk getur stundum valdið raunverulegum sársauka, en af annarri ástæðu en þú heldur. Í rannsókn frá árinu 2006 í Spine, kom í ljós að heimilisverk eins og að þvo þvott, moppa, vaska upp og jafnvel að bera innkaupapoka eru ein af mest krefjandi heimilisverkum sem þú getur sinnt. Þú þarft að beygja þig í bakinu frá mittinu og það veldur verkjum í háls og baki. Reyndu aðeins að beygja hnén í staðinn til að fá minna álag á bakið.

 

Skyldar greinar
Passaðu upp á nýrun
Láttu þér líða vel
Hvað er hægðatregða?
Góður nætursvefn er lykillinn að góðri geðheilsu
Undirbúðu húðina fyrir farða
Varastu að borða þetta fyrir svefninn
Ert þú að þvo hendurnar rétt?
Mislingar
5 ráð til að bæta sjálfstraustið
Krydd eru allra meina bót
5 ráð til að upplifa hamingju í dag
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Myndband
10 fallegar sögur um einstaka manngæsku
Hvað er að vera vegan?
Ófrjósemisaðgerð karla – herraklipping
Góður svefn – aukin vellíðan