Spænskar rækjur – Uppskrift

Spænskar rækjur hafa verið mallaðar reglulega á undanförnum árum á mínu heimili. Það er fátt betra en þessi réttur með heimabökuðu brauði, soðnu bankabyggi, grænmeti og fetaosti. Frábær réttur þegar við viljum fá okkur eitthvað létt og gott í magann.

 

500-700 gr. rækjur (venjulegar)

2 msk olía

1 rauðlaukur

1 hvítlauksrif

1 msk spelt

1 tsk paprikukrydd

1 dós niðursoðnir Hunt‘s tómatar

2-3 msk vatn

1 fiskteningur

½ tsk chilliflögur

 

Aðferð

1. Saxið rauðlaukinn smátt og pressið hvítlaukinn. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk saman í nokkrar mínútur.

2. Stráið speltinu yfir ásamt paprikukryddi og chilliflögum. Steikið áfram en ekki á of miklum hita.

3. Bætið tómötunum í ásamt vatni og fiskteningi. Látið suðuna koma upp

4. Lækkið undir eða slökkvið og bætið rækjunum út í.

Berið fram og njótið vel!

SHARE