65 ára gömul kona eignast fjórbura

Hin þýska Annegret Raunigk, 65 ára eignaðist fjórbura eftir að hafa farið í tæknifrjógvun í Úkraínu.

Þessi einstæða móðir á 13 börn fyrir og sjö barnabörn og fannst hún alveg geta átt 4 í viðbót en hún eignaðist 3 drengi og eina stúlku þann 23. maí, en hún hafði einungis gengið með fjórburana í 26 vikur.

Samkvæmt HollywoodLife langaði Annegret að eignast fleiri börn eftir að yngsta dóttir hennar hafði orð á því að hana langaði svo í lítið systkini. Hún þurfti að fara í nokkrar tæknifrjógvanir áður en henni tókst að verða ófrísk.

annegret-raunigk-02

Annegret sagði frá því í þýska blaðinu Bild að hún hafi alltaf ætlað sér að eignast eitt barn: „Þau voru ekki öll plönuð en svo bara gerðist þetta. Ég er ekki mjög skipulögð og frekar hvatvís og börnin mín halda mér ungri.“

Annegret er elsta kona heims til að eignast fjórbura. Elsta kona í heimi til að eignast barn er spænska konan Maria del Carmen Bousada en hún eignaðist barn þegar hún var 66 ára gömul. 

annegret-raunigk-01

SHARE