7 hugmyndir fyrir fæðingarorlofið

Fæðingarorlofið er dásamlegur tími. Þó að stærstur hluti þess fari auðvitað í að sinna nýja barninu gefst vissulega og vonandi ráðrúm fyrir margs konar afþreyingu.

 

1. Göngutúr með eitthvað ánægjulegt í eyrunum. Það er auðvitað klassískt að fara í göngutúr þegar til þess viðrar og það gerir hann ennþá ánægjulegri að hlusta á skemmtilegt podcast eða góða tónlist á meðan.

2. Mömmumorgar/pabbamorgnar. Í flestum kirkjum eru starfræktir foreldramorgnar þar sem foreldrar hittast með börnin og spjalla og taka jafnvel lagið. Stundum er einhver fræðsla eða fagaðilar veita ráðgjöf. Það þarf ekki að vera virkur meðlimur í þjóðkirkjunni til þess að mega koma, allir velkomnir.

3. Leikfimi. Það er margs konar leikfimi í boði þar sem gert er ráð fyrir „þátttöku“ ungbarna. Tilvalið að blanda saman samveru með barninu og líkamsrækt.

4. Ungbarnasund. Allir koma endurnærðir upp úr.

5. Nuddnámskeið. Hægt er að sækja námskeið í að læra að nudda ungbarnið sem margir telja að hafa ákaflega góð áhrif á barnið og ekki síður tengslamyndun.

6. Fara til útlanda. Ef báðir foreldrar eru í orlofi og efnahagur leyfir er tilvalið að skella sér í til útlanda í frí með ungbarnið. Farið í borgarferð þar sem þið skoðið söfn, farið á veitingastaði og gangið um og upplifið menninguna.

7. Heimsókn á bókasafnið. Bókasöfn eru afar þægilegur staður til þess að fara með lítil börn. Nóg af lesefni, þægilegir stólar og sófar fyrir brjóstagjöfina og hlýlegt andrúmsloft.

 

Heimildir: Fréttatíminn

Skyldar greinar
Skemmtileg afþreying í fæðingarorlofinu
Mislingar
Mikilvægt að velja réttan öryggisbúnað fyrir börn
Myndir
Óléttumynd söngkonu veldur usla á netinu
Líkaminn undirbúinn fyrir fæðingu barns
Ráð til að auka mjólkina og hjálpa barninu að þyngjast.
Ekki fresta neyslu hugsanlegra ofnæmisvalda
Barnið hennar lést úr hungri
Myndband
Börn sem fóru í mál við foreldra sína
Myndir
Selena Gomez og The Weeknd eru alveg eins og foreldrar Selenu
Myndband
Sveiflar barninu og fer á kaf í ískalt vatn
Leikskólinn lætur foreldrana hafa það óþvegið
Gerber barnið 2017
Myndband
Einstæð móðir byggir sér hús með hjálp Youtube
Myndband
Þetta myndband verða allir foreldrar á Íslandi að sjá!
Myndband
Unglingarnir löguðu aldrei til í herbergjum sínum