Prismatica: Íslenskur tölvuleikur kynntur á breskri tölvuleikjahátíð í dag

Nördar, sameinist! Hvað gerist þegar Rubik´s Cube, sexhyrningur, Sudoku og slatti af koffein kemur saman?

 

Tölvuleikurinn Prismatica! Einfaldur, krúttlegur og hreint út sagt dáleiðandi. Stundum eru það litlu hlutirnir í lífinu sem vega þyngst. Og oft geta saklaus áhugamál snúist upp í hreina atvinnugrein – óvart jafnvel – ef úthaldið er fyrir hendi.

 

Höfundur kynnir Prismatica á breskri tölvuleikjahátíð í dag

 

Það sem hófst sem stundargaman hjá forritaranum Þórði Matthíassyni hefur nú snúist upp í fulla alvöru og tekið á sig mynd í litlum og haganlegum tölvuleik sem Þórður hannaði frá grunni og hyggst brátt kynna á tölvuleikjahátíðinni Radius Festival sem fram fer í London í dag, en Þórði til ómældrar ánægju og undrunar um leið, fékk hann boð fyrir skömmu síðan um að kynna leikinn fyrir breskum áhugamönnum.

 

Komst í undanúrslit A MAZE og einnig á IMGA nú í ár

 

Þannig hefur saklaus afþreying snúist upp í fulla alvöru á skömmum tíma og kom höfundi skemmtilega á óvart, en leikurinn nýtur mikilla vinsælda víðsvegar um heim og komst meðal annars í lokaúrtak A MAZE tölvuleikjasíðunnar sem verðlaunaleikur og var einnig tilnefndur sem besti væntanlegi tölvuleikurinn árið 2014 á IMGA verðlaunahátíðinni sem haldin var í San Fransisco fyrr á þessu ári. Það eru stórtíðindi fyrir Prismatica og Þórð því það sem byrjaði sem áhugamál gæti nú orðið að einhverju svo miklu stærra og meira.

 

Krúttlegur lítill leikur og flóknari en virðist við fyrstu sýn

 

Leikurinn sjálfur er skemmtilega einfaldur í sniðum og gengur út á að raða saman réttum litum á nokkuð flókinn hátt og minnir um margt á Rubik´s Cube. Eins og gefur að skilja lítur myndin einföld út í fyrstu en lausnin er flóknari en ætla mætti.

 

Snjallsímaútgáfa væntanleg í lok sumars

 

Tónlistina við tölvuleikinn samdi Svavar Knútur, en reikna má með snjallsímaútgáfu af leiknum gegnum iTunes og PlayStore í lok sumar og verður leikurinn fljótlega eftir snjallsímaútgáfuna aðgengilegur fyrir hefðbundnar heimilistölvur. Skemmtilegt er að segja frá að tölvuleikjasíðurnar Greelit Gaming og Indielicious hafa þegar fjallað um Prismatica, en vefsíðu hönnuðar má nálgast hér.

 

Viltu prófa Prismatica? Smelltu HÉR til að spila alpha-útgáfuna!

Skyldar greinar
Myndband
Þetta er það sem er að okkar kynslóð!
Myndband
Það getur verið varasamt að versla á netinu
Ótrúlegur nýr búnaður sem þýðir tungumál beint í eyrað
Hann hafði tekið svefntöflu og keypti sér kú
Myndband
100 ára gamlar vinkonur segja okkur hvað þeim finnst um nútímann
Myndband
Yndislegt myndband um tilveruna
Myndband
Hann brjálaðist þegar hann fékk “ranga” gjöf
Myndband
Áttu iPhone 6s? Hérna eru nokkur trix sem þú þarft að kunna
Myndband
ALLTOF GOTT! Svona leit Facebook út fyrir tíu árum síðan!
Snapchat er breytt: Kynnir Broskalla til sögunnar
Tinder keyrir tryllingslega skemmtilegar nýjungar í gegn
Myndband
Kim Kardashian hæðist snilldarlega að eigin sjálfsdýrkun
Myndband
Hvernig tæklar þú „lækin” á Instagram?
Myndband
2
Fjórtán mest óþolandi týpurnar á Facebook
Myndir
Öll fögru orðin sem Marilyn Monroe lét aldrei falla
Myndband
Magnað – Kona stígur sín fyrstu skref í 10 ár