8 ástæður fyrir því að þú ættir að eiga eplaedik

Við eyðum miklum peningum í alls kyns remidíur til að lækna mein okkar eða til að betrumbæta útlit okkar, en þess er ekki alltaf þörf, því í mörgum tilfellum getur þú notað þennan lífræna undravökva.

Eplaedik er ekki bara notað í salatdressingu eða í aðra matargerð, heldur hefur það orðið gríðarlega vinsælt til annarra nota. Það inniheldur sýrur, kalíum og annað sem vinnur á sýkingum.

Sjá einnig: 16 leiðir til þess að nota eplaedik

1. Kláði og bólga í hálsi

Screen Shot 2016-06-03 at 10.29.59

Það er betra að fara til læknis til að afskrifa að þú sért með streptakokka, en ef þig klæjar í hálsinn út af ofnæmi, veðrinu eða venjulegu kvefi er eplaedik algjörlega málið. Þú getur tekið einn sopa af eplaediki og slímmyndun í kokinu á þér mun minnka. Einnig er gott að setja örlítið hunang út í til að róa hálsinn.

2. Magavandamál

Screen Shot 2016-06-03 at 10.30.08

Eplaedik gerir kraftaverk fyrir órólegan maga hvort sem þú ert að eiga við magasýrurnar eða þrútinn maga. Sýrurnar í edikinu jafna út magasýrurnar, þó ótrúlegt megi virðast.

Sjá einnig: DIY: Dreptu vörtuna

3. Stíflað nef

Screen Shot 2016-06-03 at 10.30.17

Þegar við erum kvefuð framleiðum við mikið af slími til þess að líkami okkar nái að grípa bakteríurnar, en stundum framleiðum við of mikið slím og þá verðum við stífluð. Sýran í edikinu hjálpar slímframleiðslunni við að dragast saman og hreinsar slímið í burtu.

4. Bólótt húð

Screen Shot 2016-06-03 at 10.30.26

Mörg okkar fá bólur og það er mjög mikilvægt að hreinsa húðina vel áður en þú ferð að sofa. Ef þú berð eplaedik á húðina þína nokkrum sinnum í viku, munt þú drepa þær bakteríur sem valda bólunum. Það virkar líka vel sem andlitsvatn og hjálpar svitaholunum að dragast saman.

5. Andremma

Screen Shot 2016-06-03 at 10.30.42

Mikilvægt er að hugsa vel um tennurnar sínar, en þú getur hreinsað munn þinn mun betur og fjarlægt allar þær bakteríur sem valda andremmu með því að blanda eplaediki við vatn og nota það sem munnskol.

6. Táfýla

Screen Shot 2016-06-03 at 10.30.54

Ef þú ert með táfýlu er mjög gott að fara í eplaediks fótabað. Settu heitt vatn og edik í bala, settu fæturna þína ofaní og leyfðu þeim að liggja í bleyti í 15 mínútur. Það verður til þess að illa lyktandi bakteríur hverfa á brott, siggið mýkist og ef þú ert að berjast við fótasvepp, ert þú að segja honum stríð á hendur.

Sjá einnig: 7 leiðir til að þrífa með ediki

7. Húðflipar

Screen Shot 2016-06-03 at 10.31.08

Fyrir þetta gæti verið gott að tala við lækni en margir segja að eplaedik til að losa sig við húðflipa og ójöfnur í húðinni. Ef þig langar til að prófa, skaltu setja eplaedik í bómull, setja á flipann eða fæðingarblettinn og setja plástur yfir. Eftir um það bil þrjár vikur gæti verið að þú gætir tekið flipann af.

8. Vinnur á blettum

Screen Shot 2016-06-03 at 10.31.31

Sýran í edikinu er frábært til að fjarlægja bletti. Blandaðu eplaediki við vatn og spreyjaðu á blettinn og þú sérð kraftaverk gerast. Ekki nota þessa blöndu á hvít teppi, því þá getur komið blettur. Annars getur þú notað venjulegt borðedik í slík verk.

Ekki er mælt með notkun eplaediks ef þú ert með sykursýki, án þess að bera það undir lækni.

Heimildir: Littlethings.com

SHARE