8 atriði sem geta eyðilagt sambönd

Við skulum hafa það í huga þrátt fyrir að vandamál koma upp í sambandi, er ekki alltaf of seint að breyta til hins betra. Fyrst þarf þó að viðurkenna vandann, svo hægt sé að laga það sem er að.

Sjá einnig: Par dansar – „Saga sambandsslita“

relationship

Hér eru nokkur atriði sem geta haft verulega slæm áhrif á samband þitt:

1. Tala illa um hvort annað 

Það er algjör viðvörunarmerki þegar þú ert farin að tala illa um maka þinn á bak við hann og það er virkilega algengur og slæmur ávani. Það gæti haft mikið að gera með vini þína og konur eiga sérstaklega auðvelt með að detta í þennan gír í hóp annarra sem eru einnig að tala illa um maka sinn. Stundum virðist eins og það myndist einhver keppnisskapur um það hver hefur það verst í sínu sambandi. Slíkt tal er algjör vanvirðing gagnvart sambandi ykkar og hins aðilans, en það getur leitt til enn bagalegra umtals, sem leiðir síðan til þess að samband þitt er á hraðri leið í vaskinn.

2. Einblína á það sem hann eða hún gerir ekki nógu vel

Hvort sem þú ert að rifja upp hversu brjálæðisleg fyndinn fyrrverandi var, algjörlega óháð þínum núverandi þögla maka eða að óska þess að maki þinn geri allt fyrir þig, rétt eins og maki vinar eða vinkonu þinnar. Með því að miða maka þinn við aðra manneskju er eins og að kyssa samband ykkar bless. Mundu að grasið er alltaf grænna hinum megin vegna þess að það er engin ein manneskja að fara að fylla upp í allar þínar óskir og þú átt eflaust vini sem þrá það sem þú átt. Ekki reyna of mikið að breyta maka þínum og reyndu að fara varlega að hlutunum og það gæti síðan vel verið að þú farir að kunna betur að meta það sem þú hefur.

3. Þú getur ekki sett þig í spor maka þíns

Án þess að vera að setja karlmenn í sérstaka staðalímynd, en þá hafa rannsóknir sýnt fram á það að karlmenn eiga í meiri erfiðleikum með að setja sig í spor annarra, sem þýðir að það eru meiri líkur á því að maðurinn í sambandinu eigi erfiðara með að sjá frá sjónarhorni konunnar en konan í sambandinu. Það þýðir þó ekki að það sé ógerlegt, en í samböndum þar sem maðurinn getur ekki komið til móts við konu sína eru háar líkur á því að sambandið vari ekki að eilífu. Þrátt fyrir að menn eiga í meiri erfiðleikum í þessum málum, þá eiga konur líka að passa upp á að hafa opin huga þegar kemur að maka sínum.

Sjá einnig: 9 fáránlega þreyttar afsakanir fyrir sambandsslitum

4. Að byrja rifrildi með hnefann á lofti

Það veit ekki á gott þegar þú ert að ræða við maka þinn og samtalið breytist allt í einu frá tali yfir í hávaðarifrildi. Með því átt þú á hættu á því að ýta maka þínum í burtu og fjarlægir þann möguleika á að hægt sé að ræða málin almennilega út. Því miður eru það konurnar sem eru sérstaklega erfiðar með þetta atriði. Konur eru líklegri til þess að æsa sig upp úr öllu valdi, frekar en karlar og eru menn almennt fljótari að ná úr sér bræðinni en konur. Konur nota tilfinningar sínar mun meira en karlmennirnir eru fljótari að ná sér niður í rökhugsun. Reyndu að hemja þig þegar þú verður pirruð kona góð.

5. Að vita ekki hvenær þú átt að ýta á pásu í rifrildi

Þegar rifrildið er byrjað getur verið erfitt að stoppa aðeins og hugsa málið áður en allt fer í vitleysu. En með því að stoppa aðeins eru líkurnar á því að þú náir að leysa vandamálið mun meiri, en ef ekki eru líkurnar á því að þú öskrir, farir í lás og jafnvel grætur ansi líklegar. Hjartað þitt byrjaði að slá milljón slög á mínútu og þú ert kominn í fight or flight stillingu. Þú missir tenginu við framheila þinn sem stjórnar tjáninarstöð þinni, svo að þú getur stundum ekki tjáð þig á réttan máta undir slíkum aðstæðum og það sendir þig beina leið niður í holuna. Ef þetta heldur áfram, þá getur þú gleymt því að þú komist úr holunni í Undraland, heldur Skilnaðarland.

6. Að halda alltaf andlitinu

Þó að þú reynir að halda andlitinu og virðast vera að virka eins og allt sé í góðu, svíkur líkamstjáning þín  þig og sýnir hvernig þér virkilega líður. Hástemmd rödd, útvíkkuð sjáöldur og húðin örlítið fölari en vanalega og það kemur oft með þessu klassíska falska brosi og stífum hreyfingum. Þetta er allt merki þess að manneskja er að verða heltekin af tilfinningum og að færast yfir í „fight or flight“ stillingu. Þar af leiðandi er manneskjan ekki fær um að eiga uppbyggjandi samskipti. Í stað þess að segja bara hreint út og í rólegheitum hvað amar að og vera þess í stað ekki tilfinningalega heiðarleg, ert þú að koma í veg fyrir að maki þinn getur lagað vandamálið með þér og sendir sambandið í enn meiri vandræði.

7. Að rífast bara aldrei

Engar tvær manneskjur eru alltaf sammála og ef engir árekstrar eiga sér stað eru líkur á því að samband þitt sé að deyja hægum dauðdaga. Þegar þú hefur ekki einu sinni fyrir því að tala um eitthvað sem angrar þig, ertu í raun ekki að eyða orku í sambandið og gætir mögulega verið hægt og rólega að skrá þig úr sambandinu. Það þýðir þó ekki að þú eigir að reyna að finna upp á einhverju til að röfla um til þess eins að sýna að þér sé ekki sama. Það er spurningin um þessa þöglu fyrirlitningu og fjarlægð sem kemur í veg fyrir að málið sé rætt, því að á endanum sýður yfir og sambandið gæti farið í vaskinn fyrir vikið.

Sjá einnig: Kynlíf og sambandsslit: Sannleikurinn svíður oft

8. Að bíða of lengi með að takast á við vandamálin þín

Það er mjög algengt að fólk forðist að tala um vandamál sín fram í rauðan dauðann, en það er í sjálfu sér ekki skrýtið. Að horfast í augu við vandamálin nógu snemma, getur komið í veg fyrir að sambandið klúðrist og allt sé um seinan.  Algengt er að fólk bíði í að meðal tali í 6 eftir að vinna úr vandamálum sínum og fari síðan til ráðgjafa þegar allt er komið í óefni. Eitrað andrúmsloft hefur jafnvel verið svo lengi til staðar að það reynist nánast ógerlegt að bæta skaðann sem orðið hefur. Það þýðir þó ekki að það er ekki hægt að reyna. Mundu bara að þeim mun lengur sem þú bíður, þeim mun lengur getur það tekið að laga það sem skemmt er og báðir aðilar þurfa að leggja til hendinni ef þau vilja að sambandið endist.

SHARE