8 leiðir til að nota Alka-Seltzer

Flestir þekkja Alka-Seltzer sem þynnkubana eða til þess gert að róa magann. Margir vita þó ekki að hægt er að nota Alka-Seltzer við hin ýmsu verk á heimilinu.

Sjá einnig: DIY: Settu matarsóda út í sjampóið þitt

alka-seltzer-water-glass-fizz-590kb062110

Alka-Seltzer er byggður upp úr asprin, sítrónusýru og matarsóda, en eins og við vitum, þá er matarsódi afar vinsælt til heimilisþrifa.

for1

Notaðu Alka-Seltzer til þess að þrífa klósettið. Settu eina töflu í klósettið og láttu hana freyða í 20 mínútur áður en þú skrúbbar klósettið.  Sítrónusýran mun losa um öll óhreinindi og matarsódinn mun fjarlægja alla vonda lykt.

embeddedIMG_AlkaSeltzerUses_850px_1-600x600

Til þess að minnka kláða og bólgu eftir skordýrabit. Settu töflu í glas með örlitlu vatni og láttu hana leysast upp. Bleyttu bómull í glasinu, haltu að bitinu í 30 sekúndur og kláðinn ætti að minnka.

embeddedIMG_AlkaSeltzerUses_850px_2-600x600

Tekur vonda lykt úr ísskápnum. Margir geyma skál af matarsóda í ísskápnum sínum til að losna við alla vonda lykt, en þú getur einnig sett Alka-Seltzer í glas og látið standa í ísskápnum. Það mun taka alla vonda lykt úr ísskápnum á hálftíma. Þú getur einnig þrifið allan ísskápinn upp úr þessari blöndu.

embeddedIMG_AlkaSeltzerUses_850px_3-600x600

Þrífur flöskur með mjóum stút. Glerflöskur er fallegar en það getur verið afar erfitt að þrífa þær almennilega. Settu Alka-Seltzer töflu ofan í flöskuna og fylltu hana af vatni. Láttu vatnið standa í flöskunni, skolaðu svo vel og þú ert komin með tandurhreina flösku.

embeddedIMG_AlkaSeltzerUses_850px_4-600x600

Hreinsar upp þvagfærasýkingu. Ef þú finnur fyrir því að þú ert að fá þvagfærasýkingu, skaltu setja tvær töflur í glas og drekka eftir að þær eru búnar að leysast upp.

embeddedIMG_AlkaSeltzerUses_850px_5-600x600

Nær blettum úr hvítum fötum. Settu tvær eða fleiri töflur af Alka-seltzer í bala með heitu vatni. Láttu töflurnar leysast upp áður en þú setur fötin ofan í. Eftir 20-30 mínútur skaltu athuga hvernig blettirnir líta út. Flestir þeirra ættu að vera horfnir, en þú þarft kannski að skrúbba erfiðari blettina úr.

embeddedIMG_AlkaSeltzerUses_850px_6-600x600

Hreinsaðu kaffivélina. Mikilvægt er að þrífa kaffivélina endrum og eins. Settu þrjár Alka-Seltzer töflur í vatnstankinn og láttu þær leysast upp. Því næst skaltu kveikja á kaffivélinni og láta vatnið renna í gegn. Það hreinsar innvolsið í vélinni, en láttu hreint vatn renna í gegnum hana áður en þú notar hana til að laga kaffi.

embeddedIMG_AlkaSeltzerUses_850px_7-600x600

Losaðu stífluna í vaskinum. Alka-Seltzer er frábær staðgengill fyrir sterk eiturefni. Settu fjórar töflur ofan í niðurfallið ásamt einum bolla af ediki. Láttu blönduna standa í niðurfallinu í 10 mínútur áður en þú hreinsar niðurfallið með heitu vatni. Með því að gera þetta reglulega heldur þú niðurfallinu við og kemur í veg fyrir að vond lykt myndist í niðurfallinu.

embeddedIMG_AlkaSeltzerUses_850px_8-600x600

Heimildir: Little Things

Skyldar greinar
Þrífðu burstana á tveggja vikna fresti
Svona fjarlægirðu fitu af flísum
5 frábærar lausnir í þrifum
Myndband
7 leiðir til að koma þér í stuð til að þrífa
Myndir
11 ráð sem allir geta nýtt sér
Ísmolar á bólurnar
Heitasti morgunmaturinn
Komdu skipulagi á ísskápinn
Ráð fyrir draslara
Myndband
Húsráð: Losnaðu við hvítar rákir eftir svitaeyðir
Myndband
6 hlutir sem þú getur notað á nýjan máta
Myndband
5 æðisgengin ráð varðandi þrif á heimilinu
Myndband
Húsráð: Ný not fyrir hversdagslega hluti
Myndband
10 ráð sem geta bjargað lífi þínu
Myndband
10 húsráð til að nýta sér við viðhald heimilisins
Myndband
10 leiðir til að spara og minnka sóun