9 hlutir sem þú ættir að henda úr baðskápnum

Það er margt sem við geymum oft sem við höfum ekkert við að gera og á það sérstaklega við um hluti í baðskápunum. Hér eru nokkrir hlutir sem þú ættir klárlega að henda úr skápnum þínum, helst í dag.

1. Hálf tómar pakkningar. Hentu þessum pokum og pakkningum með örfáum bómullarskífum, eyrnapinnum og tíðatöppum og settu innihaldið í þægilegri ílát eins og gler krukku, plastbox eða leirkrukku. Miklu snyrtilegra og minnkar óreiðu.

2. Túbuna sem þú þurftir einu sinni. Þú fékkst einu sinni krem við einhverju sem þú mannst kannski ekkert hvað var og þarft þetta kannski aldrei aftur. Krem til lækninga hafa yfirleitt 6 mánaða geymslutíma og virka ekki endalaust.

Medication-604x400

 

3. Lyf sem þú gætir einhvern tímann þurft aftur. Ef þú ert með restar af sýklalyfi sem þú gleymdir að klára, inn í skáp skaltu henda þeim. Ef þau eru orðin ákveðið gömul eru þau hætt að virka og læknirinn þinn mun skrifa upp á ný sýklalyf fyrir þig ef þú þarft á þeim að halda. Hann mun ekki hvetja þig til að fara heim og taka bara inn gömlu lyfin sem þú átt þar.

4. Ryðgaðar rakvélar. Hefurðu heyrt um inngróin hár? Eða óþægindi eftir rakstur? Ef þú ert að nota gamla rakvél er það ávísun á að raksturinn verður þér til ama. Hentu gömlu rakvélunum og skiptu reglulega um vélar.

 

5. Gamlar förðunarvörur. Þessi varalitur sem þú keyptir þér fyrir tveimur árum og hefur aldrei notað, eða farðinn sem var aldrei alveg eins og þú vildir. Það getur verið að húðlitur þinn hafi breyst og farðinn muni allt í einu verða fullkominn en það er ólíklegt. Hentu þessu. Förðunarvörur eru fljótar að fyllast af bakteríum og þú vilt ekki smyrja þeim á andlitið á þér.

6. Uppþornaðar andlitsþurrkur. Þær eiga heima í ruslinu. Ef þú lendir oft í því andlitsþurrkurnar eru að þorna upp, prófaðu þá að snúa pakkanum á hvolf næst. Þá þorna þær enn síður.

Erase-the-Wrinkles-in-Just-7-Days-With-This-Homemade-Face-Cream-1.jpg

7. Krukkan með andlits eða augnkremi. Ef þú ert vön að nota þessa vörur daglega eiga þær ekki að ná því að verða gamlar. Hentu gömlu krukkunum.

 

8. Útúrteygðar teygjur og ónýtar spennur. Það er mjög gott ráð að setja segulmagnaða ræmu inn í skápinn þinn þar sem þú getur geymt spennur, naglaklippur, skæri og plokkara. Hentu lélegum teygjum í ruslið.

blue-toothpaste-2

9. Gamlir tannburstar. Notaðu þá í seinasta skipti til að skrúbba erfiða staði á baðkarinu, sturtunni eða í salernisskálinni og hentu þeim svo í ruslið.

 

Heimildir: PureWow.com

SHARE