9 ráð til að bæta svefninn þinn

Ef þú átt erfitt með að sofa vel eru hér nokkur góð ráð til að takast á við svefnleysi og þreytu.

 

1. Ef þú átt erfitt með að sofna

 
Æfðu á hverjum degi og ekki drekka kaffi eða te áður en þú ferð upp í rúm.
 
 

2. Ef þú hrýtur

 
Sofðu á hliðinni með báðar hendur undir höfðinu. Ekki sofa á bakinu. Hreinsaðu nef þitt með saltvatni áður en þú ferð að sofa. Forðastu að drekka alkóhól.
 
 

3. Ef þú færð verki í háls/hálsríg

 
Veldu þér kodda úr latexi. Skiptu um kodda á 2 ára fresti.
 
 

4. Ef þú færð brjóstsviða

 
Sofðu á vinstri hliðinni á frekar háum kodda. Auðvitað er alltaf ráðlegt að tala við lækni ef þú átt við svona vanda að stríða.
 
 

5. Ef þú vaknar upp um miðjar nætur 

 
Slepptu áfengisneyslunni fyrir háttatímann. Hafðu hitastigið í herberginu 20- 22°C.
 
 

6. Ef þú ert með verki í baki

 
Ef þú sefur á maganum, láttu þá púða undir mjaðmirnar. Ef þú sefur á bakinu, skaltu setja púða undir fæturnar.
 
 

7. Ef þú ert að vakna með krampa eða sinadrátt

 
Áður en þú ferð í rúmið, nuddaðu svæðið sem þú færð vanalega krampann/sinadráttin í. Hitaðu svæðið og teygðu á vöðvunum.
 
 

8. Ef þér er illt í öxlunum

 
Sofðu á bakinu og haltu utan um kodda þegar þú ferð að sofa.
 
 

9. Ef það er erfitt að vakna á morgnana

Vaknaðu á sama tíma alla daga, líka um helgar.

 

 

Heimildir: Womandailymagazine.com

Skyldar greinar
Passaðu upp á nýrun
Láttu þér líða vel
Hvað er hægðatregða?
Góður nætursvefn er lykillinn að góðri geðheilsu
Undirbúðu húðina fyrir farða
Varastu að borða þetta fyrir svefninn
Ert þú að þvo hendurnar rétt?
Mislingar
5 ráð til að bæta sjálfstraustið
Krydd eru allra meina bót
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Hvað er að vera vegan?
Góður svefn – aukin vellíðan
Allir af stað!
7 streitumistök sem við gerum flest
Vendu þig af slæmum morgunsiðum