DIY: Gjöf handa bekknum

Ég elska skólann sem krakkarnir mínir ganga í. Bekkirnir eru litlir og það er mikið lagt upp á að horfa á góðu hlutina, fókusað á styrk krakkanna frekar en veikleika. Þannig að mér datt í hug að útbúa hróskrukku handa bekkjunum og gefa þeim í jólagjöf.

Ég notaði föndurspítur sem ég keypti í Tiger, merkjavélina mína (label maker) en þið getið líka notað túss eða límmiða og tómar krukkur (ég elska krukkur). Ég skrifaði alls konar almenn hrós á spíturnar, eins og “þú ert frábær”, “það er gaman að læra með þér”, “þú færð svo skemmtilegar hugmyndir”, “þú getur þetta”, “bros eru smitandi, búðu til faraldur”, “þú skrifar fallega” og fleira í þeim dúr. Svo skreytti ég krukkurnar með gömlum kertahringjum sem ég klippti niður og límdi á krukkurnar með límbyssunni minni og borða sem ég átti, Og „voila“, þú ert komin með mjög persónulega gjöf sem kostar bara nokkrar krónur…….. og smá hugmyndaflug. 

 

SHARE