Af hverju gengur ástin ekki upp?

Það geta verið margar ástæður fyrir sambandslitum. Stundum eigum við erfitt með að skilja það hvað það er sem veldur okkur ástasorg. Var það ég? Eða var það hann/hún?

Það er erfitt að vita það með vissu en ef við lítum til stjarnanna getur það allavega gefið okkur einhverja mynd af því hvað það er sem veldur okkar ástasorg.

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Hrúturinn er eitt þeirra merkja sem er rosalega góðhjartað. Góðmennskan skilar sér þó ekki alltaf til annarra og hrúturinn getur virkað sem sjálfhverfur, sjálfmiðaður og alls ekki spenntur fyrir langtímasambandi eða því að deila lífi sínu með öðrum. Þetta getur verið ástæða þess að það er erfitt fyrir Hrútinn að finna sér lífsförunaut.

Nautið

20. apríl – 20. maí

Nautið er traustur vinur en líka þrjóskari en allt! Það á erfitt með að grafa stríðsöxina og getur verið reiður í mjög langan tíma, lengur en þörf krefur.

Jafnvel þó maki Nautsins játar misgjörðir sínar og biðst afsökunar getur reiðin kraumað í því. Það er nóg til að ýta öllum í burtu.

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Tvíburinn er mjög frjálslyndur. Það getur verið erfitt að sannfæra hann um að skuldbinda sig. Jafnvel þegar hann svo skuldbindur sig, á hann það til að gera bara sína hluti þegar hann vill samt sem áður.

Þetta getur verið svakalega fráhrindandi fyrir maka Tvíburans. Tvíburinn þarf að hugsa sig um tvisvar áður en hann breytir um „sambandsstatus“ á Facebook og búa sig undir viðbrögðin sem það kann að valda.

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Krabbinn er sá sem sér um aðra og treystir á sjálfan sig, en í ástarsamböndum á hann það til að verða mjög þurfandi og getur „kæft“ maka sinn.

Svona ástríða er ekki alltaf vel liðin og fólk kann ekki að meta þetta. Krabbinn verður að minna sig á að gefa maka sínum sinn tíma og gefa honum svigrúm.

 

 

 

Skyldar greinar
Myndband
Getur andlegt ofbeldi bætt sambandið?
Myndband
Hann hélt framhjá og segir henni af hverju
Stjörnuspá fyrir febrúar – Vatnsberinn
Hvað átt þú erfitt með að viðurkenna?
7 merki um að maki þinn elskar þig ekki lengur
Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?
Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?
Myndir
Þau tóku brúðarmyndir 70 árum eftir brúðkaupið
Stjörnumerkin og gallarnir
Hvað myndir þú aldrei gera? – Stjörnuspeki
6 atriði sem karlmenn elska að konan geri
Stjörnumerkin og rifrildin
Myndir
Uppáhaldskynlífsathafnir stjörnumerkjanna
Stjörnumerkin og ástleysið
5 týpur af karlmönnum sem eru líklegir til að halda framhjá
Verstu persónueinkenni stjörnumerkjanna