Auðveldur appelsínukjúklingur

Þessi æðislegi kjúklingur er alveg svakalega góður og einfaldur að gera. Hann er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

 

Auðveldur appelsínukjúklingur
500 g kjúklingur (t.d. bringur eða leggi)
3 msk kókosolía
safi úr 2 appelsínum
fínrifinn börkur af 1 appelsínu
1 tsk fínrifið engifer
3 msk soyasósa
1 pressaður hvítlauksgeiri
1 tsk sweet chilí sósa
3 vorlaukar, sneiddir smátt

Aðferð

  1. Látið saman í pott safann úr appelsínunum, appelsínubörkinn, engifer, soyasósu, hvítlauk og sweet chilí sósu. Stillið á meðalhita og látið sósuna malla og þykkna meðan þið eldið kjúklinginn.
  2. Skerið kjúklinginn í munnbita. Látið kókosolíu á pönnu og steikið kjúklinginn á pönnunni þar til hann er fulleldaður og brúnaður eða í um 6 mínútur.
  3. Bætið kjúklinginum saman við sósuna og hrærið vel saman þar til kjúklingurinn er húðaður sósunni.
  4. Berið fram með vorlauknum og hrísgrjónum
Skyldar greinar
Kjúklingasamloka með mozzarella og aioli majónesi
Beikonvafðar fylltar kjúklingabringur
Kjúklingur með dijon parmesan hjúp
Súper einfaldur kjúklingaréttur
Ljúffengir leggir
Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)
Hoi Sin kjúklingur
Grillaðar kjúklingabringur með apríkósugljáa
Kjúklingur með bönunum og rúsínum
Tandoori kjúklingasalat
Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu
Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Korma kjúklingur með eplum, tómötum og spínati
Myndband
Svona færðu bragðgóðan kjúkling
Ekki endurhita þessi matvæli