Auðvelt Chow Mein

Jæja, hrísgrjónarétturinn gekk vel og ég var því full af eldmóði og ákvað að skella mér í næsta rétt. Mér fannst Auðvelt Chow Mein hljóma ótrúlega vel og þá sérstaklega orðið „auðvelt“. Núðlur finnast mér alltaf alveg hrikalega góðar svo ekki skemmdi það fyrir.

Auðvitað var allt það sem ég þurfti til hjá Blue Dragon og ég hófst bara handa einn fallegan vordag í maímánuði.

 

 Sjá einnig: Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat

Uppskriftin er eftirfarandi:

 

4 skammtar af Blue Dragon eggjanúðlum
2 tsk ólívuolía
2 tsk pressaður engifer frá Blue Dragon
3 tsk pressaður hvítlaukur frá Blue Dragon
2 tsk chilimauk frá Blue dragon
50 gr niðurskornir sveppir
8 vorlaukar, smátt skornir
2 kjúklingabringur, eldaðar og smátt skornar
50 gr paprika
200 gr Blue dragon baunaspírur (má sleppa)
2 stk Blue Dragon Hoi Sin& garlic stir fry sósa

 Sjá einnig: Dásamlega ljúffeng karrí- og kókosnúðlusúpa

Aðferð:

Byrjið á því að skera kjúklinginn niður í smáa bita og steikið á pönnu.

Eldið 4 skammta af núðlum samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, hellið vatninu af og geymið.

notanudlur

Í pakkanum eru 6 skammtar af núðlum svo það verða tveir eftir.

Hitið olíu á wokpönnu, bætið engifer og hvítlauk við og steikið í smástund. Bætið grænmeti við (papriku, sveppum, vorlauk) og kjúkling og steikið í 2 mín.

Setjið að lokum sósuna út í og hrærið vel saman við. Ég skreytti þetta með smá sesamfræjum af því þau eru svo ótrúlega góð og ég átti þau til. 1 mínúta á heitri pönnu og þau eru tilbúin.

notanudlur2

SHARE