Beikonvafðar fylltar kjúklingabringur

Þessi er bragðmikil og öðruvísi frá Lólý.

150 gr spínat
200 gr ostur (Tindur er mjög góður í þetta)
4 kjúklingabringur
8 sneiðar af beikoni eða fleiri ef þarf
salt og pipar eftir smekk
300 gr sveppir(ég notaði kantarellu sveppi)
5 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif(eða einn góður kínverskur hvítlaukur)
1 ferskur chilli smátt saxaður
2 msk söxuð steinselja
2 msk smjör
1 msk sítrónusafi
3 msk vatn

Forhitið ofninn í 200°C. Setjið spínatið á pönnu og sjóðið það upp úr smá smjöri á pönnunni þangað til það verður dökkgrænt og mjúkt. Rífið ostinn með rifjárni og saxið spínatið niður. Blandið spínatinu og ostinum saman og kryddið með salti og pipar.
Náið ykkur í beittann hníf og skerið gat í miðjar bringurnar en passið upp á að fara ekki alveg í gegnum þær. Sprautið spínat-ostablöndunni inn í bringurnar og lokið fyrir gatið með tannstönglum.
Leggið nokkrar sneiðar af beikoni á bretti og leggið 1 bringu í einu ofan á beikonið og rúllið því utan um þær. Setjið kjúklingabringurnar á pönnu og steikið í stutta stund þannig að beikonið verið aðeins gullinbrúnt. Setjið bringurnar í eldfast mót og eldið í ofninum í 15-20 mínútur eða þangað til að þær eru steiktar í gegn.
Á meðan kjúklingurinn er í ofninum þá er gott að skera sveppina gróft og skellið þeim á heita pönnuna og steikið upp úr olíu og smjöri þangað til þeir verða gullinbrúnir. Þá skellið þið hvítlauknum, chilli og steinselju út í sveppina og hellið sítrónusafanum út á og hrærið vel saman. Kryddið með salti og pipar.
Berið fram kjúklinginn og sveppablönduna saman ásamt kartöflum og góðri sósu. Ég gerði jógúrtsósu með sem ég setti út í smá agúrku, hvítlauk og krydd í eftir smekk.

Endilega splæsið einu like-i á Lólý á Facebook. 

loly

Skyldar greinar
Kjúklingasamloka með mozzarella og aioli majónesi
Kjúklingur með dijon parmesan hjúp
Súper einfaldur kjúklingaréttur
Ljúffengir leggir
Heimagerður ítalskur ricotta ostur
Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)
Hoi Sin kjúklingur
Júllakaka
Eplakaka með súkkulaði og kókos
Grillaðar kjúklingabringur með apríkósugljáa
Kjúklingur með bönunum og rúsínum
Tandoori kjúklingasalat
Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu
Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Korma kjúklingur með eplum, tómötum og spínati