Ben Affleck var í meðferð á Óskarnum

Ben Affleck (44) hefur sagt frá því að hann sé nýkominn úr áfengismeðferð. “Ég hef lokið við meðferð vegna alkóhólisma, eitthvað sem ég hef þurft að kljást við og mun halda áfram að kljást við. Ég vil lifa lífinu til fullnustu og vera besti faðir sem mögulegt, ” skrifaði Ben á Facebook. Ben mætti á Óskarverðlaunaafhendinguna meðan á meðferðinni stóð en hann fékk sérstakt leyfi til að vera viðstaddur.

 

“Ég vil að börnin mín viti að það er engin skömm að því að leita sér aðstoðar þegar maður þarf á því að halda. Mig langar líka að veita þeim styrk sem þurfa hjálp en þora ekki að taka fyrsta skrefið. Ég er heppinn að hafa ástkæra vini og fjölskyldu á bakvið mig, þar með talda barnsmóður mína, Jen, en hún hefur stutt mig og hugsaðu um börnin okkar á meðan ég hef gert þetta sem ég þurfti að gera. Þetta var fyrsta skrefið í átt að bata.”

 

Ben fór í meðferð á meðferðarstöð í Kaliforníu en þetta er í annað skiptið sem hann fer í meðferð en hann fór seinast í meðferð þegar hann var 28 ára gamall.

 

 

Skyldar greinar
Myndband
Mama June 136 kg léttari
Myndir
Ben og Jennifer spóka sig með börnunum
Rihanna að byrja aftur með Chris Brown?
Scarlett Johansson sækir um skilnað
Ben Affleck og Jennifer Lopez að hittast í laumi
Myndir
Hvaða skilnaður?! Ben flytur aftur heim
Misnotkun á áfengi og alkóhólismi
Ben Affleck og Jennifer Garner ánægð saman
Heather Locklear í sinni fimmtu meðferð
Hvað er áfengismisnotkun?
Myndband
Barnastjörnur sem hafa ekki átt sjö dagana stælur
Kanye West lagður inn á sjúkrahús með valdi
Selena Gomez fer á rauða dregilinn eftir meðferð
Vilja búa hjá pabba sínum
Rihanna varar Taylor Swift við Drake
Ben Affleck – Þungur, leiðinlegur og úrillur