Bláberjabaka með marengs

Nú fer að koma að því að maður getur farið að tína ber og búa til allskyns gúmmelaði um þessari dýrindis berjategund. Þessi frábæra uppskrift er frá Eldhúsperlum.

Bláberjabaka (Breytt uppskrift frá Leiðbeiningarstöð heimilanna):

  • 200 gr fínmalað spelt
  • 100 gr kalt smjör
  • 50 gr flórsykur
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • 3 eggjarauður
  • 1 tsk vanilluextract
  • ca 500 gr frosin bláber
  • Marengs
  • 3 eggjahvítur
  • 120 gr ljós púðursykur

Aðferð:

Hitið ofn í 150 gráður með blæstri. Setjið allt innihaldið í bökubotninn (allt nema bláberin) í hrærivélaskál og hnoðið saman þar til deigið líkist blautum sandi.min_IMG_2584Ef ykkur finnst deigið of þurrt getið þið bætt við ca. 1 tsk af vatni og hrært aðeins áfram. Hellið deiginu í bökuform og þrýstið því í formið.min_IMG_2587min_IMG_2588Hellið frosnum berjunum yfir botninn.min_IMG_2592Þeytið eggjahvíturnar og sykurinn saman þar til vel stíft (3-5 mínútur) og dreifið því svo jafnt yfir berin. Bakið í um það bil 35-45 mínútur eða þar til berin eru farin að krauma í hliðunum og marengsinn orðinn fallega gullinn. Berið bökuna fram volga.min_DSC08795min_IMG_2638

Skyldar greinar
Brulée bláberja ostakaka
Himnesk Marengsterta með kanil, karamellu og pecanhnetum
Súkkulaðimarengs með jarðarberjum
Snickers Marengskaka
Ber – náttúruleg hollusta
Marengsbomba með rjómasúkkulaði rúsínum, ávöxtum og pipp sósu
Æðislegur bláberjahristingur
Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Kladdkaka með mjúkum marengs
Rice krispies marengsbomba með bingókúlusósu
Dásamleg marengsterta með karamellurjóma
5
Æðisleg marengsterta með ávaxtarjóma og karamellusúkkulaðikremi
Hvernig er best að frysta berin?
Myndir
Fæðutegundir sem hjálpa þér við að verjast geislum sólarinnar
3
Marengsterta með kókosbollurjóma og jarðarberjum
4
Marengsterta sælkerans