Bragðgóðar og stökkar hvítlaukskartöflur

Það er gaman að breyta svolítið til hvað meðlæti varðar og mælum við eindregið með að þessar kartöflur fái pláss á matarborðinu um helgina. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt. 

Sjá einnig: Húsráð: Besta leiðin til að flysja kartöflur

IMG_8774

Stökkar hvítlaukskartöflur

1 ½ kg kartöflur, litlar
60 ml ólífuolía
1 ½ tsk sjávarsalt
1 tsk svartur pipar, nýmalaður
6 hvítlauksrif, pressuð
2 msk fersk steinselja, smátt söxuð

 

  1. Hitið ofninn á 200°c.
  2. Skerið kartöflurnar í helminga eða fjóra hluta, eftir stærð. Setjið þær í skál og bætið ólífuolíu, salti, pipar og pressuðum hvítlauk saman við. Blandið öllu vel saman.
  3. Setjið kartöflurnar í eldfast mót eða ofnplötu með smjörpappír og dreifið vel úr þeim.
  4. Setjið í ofn í um 45 mínútur til klukkutíma eða þar til þær eru orðnar brúnar og stökkar. Hrærið í þeim af og til á eldunartímanum.
  5. Takið úr ofni og blandið steinselju saman við og smakkið til með salti og pipar.
Skyldar greinar
Grillaðir kartöflubátar með guacamole og salsa
Parmesanristaðar kartöflur
Sykraðar seasamgulrætur
Kartöflu- og spínatbaka
Stökkar sætkartöflufranskar og köld sósa sem passa með öllu
Ekki endurhita þessi matvæli
Brownies – þær bestu!
Grillaðar sætkartöflur með sítrónu-kóríander dressingu
Humarpasta með tómatbasilpestói
Grillaðar sætar kartöflur með lime og klettasalati
Ciabatta með pestókjúklingi
Sæt með fyllingu
Hasselback kartöflur
Ljúffengi og litríki fiskrétturinn
Chilikartöflur með papriku
BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli