Brasilísk fiskisúpa

Þessi bragðmikla fiskisúpa frá Albert eldar  er algjör himnaending. Ef ykkur finnst þessi of þykk má vel þynna hana með vatni. Þessi súpa er bæði matarmikil og bragðgóð.

Sjá einnig: Einföld og gómsæt tælensk fiskisúpa

Brasilísk fiskisúpa

2 msk olía

1 stór laukur, saxaður

3 paprikur, skornar í bita

1 1/2 msk cumin

1 msk paprikuduft

1/2 tsk kóríander

2 hvítlauksrif, söxuð smátt

1 1/2 tsk salt

1 tsk pipar

1/2 tsk fiskikraftur

2-3 tsk limesafi

1/2 ds niðursoðnir tómatar í bitum

1/2 ds kókosmjólk

1 kg lax

Steikið laukinn í olíunni í potti, bætið við papriku og kryddum og loks tómötum, limesafa og kókosmjólk. Látið sjóða í um 10 mín. Skerið laxinn í bita og bætið við súpuna, sjóðið áfram í um 10 mín (fer eftir stærð bitanna).

Albert eldar á Facebook

SHARE