Ostakökubrownie með hindberjum

Þessi rosalega girnilega kaka er frá Eldhússystrum.

IMG_1325

Brownie með ostaköku og hindberjum

Browniedeig
225 gr smjör
4 egg
4 dl sykur
1,5 dl hveiti
1/4 tsk salt
2 dl kakó
1/2 tsk vanilludropar

Ostukökudeig
300 gr rjómaostur
1/2 dl sykur
1 egg
4 msk hveiti
200 gr fersk eða fryst hindber

Aðferð

Browniedeig

Stillið ofninn á 175 c. Smyrjið ofnfast form, ca. 24×32 cm stórt.

Bræðið smjörið. Þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst.

Í annarri skál, blandið saman hveiti, salti, kakó og vanillu. Bætið smjörinu út í eggjablönduna og þeytið þar til slétt og fínt. Sigtið hveitiblönduna út í og blandið saman þar til deigið er orðið slétt, ekki hræra of mikið. Hellið deiginu í ofnfasta formið.

Ostakökudeig

Þeytið saman rjómaosti, sykri, eggi og hveiti í skál.

Setjið doppur af ostakökudeiginu á browniesdeigið. Takið svo gaffal og draglið í gegnum bæði ostaökku- og browniedeigið, til að dreifa vel úr ostakökunni. Stráið hindberjunum yfir deigið.

Bakið í ca 45 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn úr kökunni. Látið kökuna kólna alveg áður en þið berið hana fram.

Brownie með ostaköku og hindberjum

Endilega smellið like-i á Eldhússystur á Facebook. 

 

Skyldar greinar
Oreo ostaköku brownies
Yankie ostakaka
Bökuð ostakaka með hindberjum
Brownie-terta með ástaraldinfrauði
Ostakaka með ferskum jarðaberjum og kókosrjóma
Kókoskarmellu brownie með pekanhnetukurli
Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka
Æðisleg mangóostakaka
Amerísk ostakaka með bláberjum
Hættulega góð bananaostakaka
2
Frosin ostakaka með Dumle karmellukremi og makkarónubotni
Dásamlega ljúffeng Oreo & Pipp ostakaka
Pannacottakaka með ástríðualdin
8
Ostakaka með Nóa kroppi og hindberjasósu – einföld og fljótleg
Myndband
Fáránlega auðveld Nutella-ostakaka
Ostakökudesert með hindberjasósu