Var að búa til slím og brenndist hrikalega

Lítil 11 ára gömul stúlka í Massachusetts, sem heitir Kathleen Quinn, var að búa til sitt eigið slím, eins og svo margir krakkar eru að bauka við þessa dagana. Myndbönd um hitt og þetta og hvernig á að gera allskonar skemmtilegheit ganga um netið og mörg börn horfa alveg dáleidd á þau tímunum saman.