Kynferðislegt samneyti manna og dýra loks bannað í Danmörku

Myndband

Brátt verður mannfólki bannað með lögum að hafa samfarir við dýr á danskri grundu og þykir kominn tími til. Til stendur að gera verknaðinn refsiverðan og mun Danmörk þar slást í för með Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi sem áður leyfðu verknaðinn en komu nýverið á lögum sem hamla dýraníðingum að svala hvötum sínum á málleysingjum.