Umbylting á QuizUp: Notendur fá frjálsar hendur

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Plain Vanilla kynnti í dag til sögunnar breytingar á QuizUp spurningaleiknum sem fela í sér að allir notendur leiksins geta héðan í frá búið til eigin spurningar og spurningaflokka. Leikurinn er sá stærsti sinnar tegundar í heiminum með 75 milljón skráða notendur en um 7 milljónir viðureignir fara fram á hverjum degi innan hans.