Er þetta upphafið að endalokunum?

Raunveruleikaþátturinn Keeping Up With the Kardashians hefur hrapað svakalega í áhorfi seinustu vikur, en hundruðir þúsunda hafa hætt að horfa á þættina sem sýndir eru á E! Nýjum botni var náð í áhorfi seinasta sunnudag og eru margir farnir að giska á að þættirnir verði fljótlega teknir af dagskrá, en einungis 1,4 milljónir manna horfðu á þáttinn. Sjá einnig: Kim Kardashian vill ekki láta „photshop-a“ sig   Það vekur furðu að ekki fleiri hafi horft á þáttinn, því í þættinum á undan lýsti Kim því, þegar hún var rænd í París.