Allt klárt fyrir myndatökuna?

Fermingarmyndatakan er stór þáttur í fermingarpakkanum öllum og líklegast sá eftirminnilegasti – enda hangir afraksturinn oftast uppi á heimilinu í kjölfarið. Fermingarmyndir eru sígilt umræðuefni og tilefni til upprifjunar enda fara flest fermingarbörn í myndatöku og mörgum finnst gaman að rifja upp strauma og stefnur í myndunum á hverjum tíma.