Verkjameðferð í fæðingu

Hvers vegna eru verkir í fæðingunni? Hríðarverkirnir koma þegar legið dregst saman og leghálsinn opnast. Þeir koma í bylgjum, sem kallast hríðir, eru oft óreglulegir og veikir í byrjun fæðingar en verða reglulegri og sárari eftir því sem á fæðinguna líður.