Af íbúðardraumum

Myndir

Hún Jóhanna hjá Nudemagazine er að flytja til Danmerkur í vor og lætur sig dreyma um hvernig hún muni vilja hafa íbúðina þar úti: Ég seldi íbúðina mína nýlega því við fjölskyldan erum að flytja til Kaupmannahafnar í vor. Við erum búin að fá íbúð á frábærum stað á Amager Strandpark, 2 mínútna göngu frá baðströnd og alveg við metróið sem kemur manni á flugvöllinn eða Kongens Nytorv á undir 5 mínútum! Ég hef aðeins séð teikningar af íbúðinni en það stoppar mig ekki í því að byrja að skipuleggja hvernig ég ætla að innrétta hana (reyndar er ég líka búin að innrétta svona 5 aðrar íbúðir sem ég fékk ekki í huganum).