Gömlu ónýtu fötin gætu verið verðmæt

Verslunin Belladonna er með göfugt verkefni í búðinni hjá sér þessa vikuna. „Við bjóðum viðskiptavinum okkar að fá eitthvað fyrir gömlu ónýtu fötin sín, með því að koma með þau til okkar í  Belladonna á endurvinnsludögum NO SECRET og nota þau sem hluta af greiðslu upp í nýja flík,“ segir Stella hjá Belladonna.