Aðgát skal höfð í nærveru sálar, ekki síst á aðventunni

Hlakkar þú til jólanna? Margir svara þessari spurningu játandi og mörgum finnst aðventan skemmtilegasti tími ársins þar sem litadýrð jólaljósanna, jólalögin og gjafastúss gefa tilverunni aðeins meiri glans en aðra daga ársins. En það eru aðrir sem svara spurningunni neitandi og kvíða hreinlega jólunum.