Ég man eftir Ladda

Ég var svo heppin að fá að fara á einskonar forsýningu á nýju sýningunni hans Ladda, Laddi lengir lífið, í seinustu viku. Þessi sýning var yndisleg og einlægni Ladda skein út í gegn og húmorinn var að sjálfsögðu allsráðandi.