Hvernig er þín ást?

Hvað ef við ættum nú eina sérstaka sál þarna úti sem er svo sérstök okkur að svo virðist að þú hafir beðið heilu aldirnar eftir að hitta hana? Hvað ef það er bara ein manneskja sem á eftir að umturna lífi þínu á svo stórfenglegan hátt að þú spyrð þig “hvað í ósköpunum er í gangi hérna”? Þetta hugtak sem umræðir hefur í raun verið þekkt og skráð í alda raðir, en ekki hefur borið mikið á því síðustu áratugina fyrr en þá síðustu. Flest okkar þekkja sálufélaga hugtakið, en vita þó ekki fyllilega hvað í því felst.