Valtarinn sem lagði lífið á hliðina

Fyrir rúmum 20 vikum varð ég undir valtara og er enn að reyna að krafla mig undan honum sem gengur misvel, stundum nær hann að krafsa svolítið í hælana á mér aftur, bölvaður, og svo koma dagar þegar mér finnst ég vera sloppin. Nú eru að verða 5 mánuðir síðan maðurinn minn fór í bráðahjartaþræðingu á LSH eftir ranga frumgreiningu á heilsugæslustöð og margt hefur breyst.