Vælusaga dagsins – Matsölustaðaklúður!

Ég lenti í því um daginn að vera að fara út að borða frekar seint eða um níu leitið með konunni minni, þegar maður leggur af stað svona seint er eins gott að maður viti hvert maður ætlar að fara og það sé opið þar! Við fórum fyrst á Vegamót þar sem við lentum kl 21.10 en þá var lokað þar vegna framkvæmda, við renndum þaðan, ekki alveg að átta okkur á pressunni sem var komin á okkur þar sem allt, já ég sagði ALLT er lokað af matsölustöðum kl 22, við renndum því næst við á Búdda Café á laugavegi en leist ekkert á matseðilinn eða verðið.