Vissir þú að þú gengur skakkt?- “Ég er fötluð og stolt af því!”

Við fengum þetta einlæga bréf sent frá ungri stúlku: Þessi spurning er verulega algeng í mínu daglega lífi og þegar fólk þorir að spurja að þessu svara ég þessu augljóslega játandi því jú ég geng skakkt og bæti oft á tíðum við að ég sé fötluð. Þegar ég segi fólki að ég sé fötluð horfir það oft á mig eins og ég sé rugluð og ranghvolfir augunum.