Skrifar handrit að tveimur kvikmyndum

Sunddrottningin og leikkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er flutt aftur heim til Íslands eftir að búið í Los Angeles í tvö og hálft ár, þar sem nam hún leiklist við New York Film Academy og reyndi fyrir sér sem leikkona. Ragga, eins og hún er oftast kölluð, hefur verið ráðin markaðsstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Fisherman á Suðureyri en mun hafa aðsetur í Sjávarklasanum í Reykjavík, þar sem við setjumst einmitt niður í spjall.