„Ég sakna þess stundum að detta í maníu“

Harpa Einarsdóttir, fatahönnuður og listakona, er farin að hanna undir merkinu Myrka, eftir að hafa misst fyrirtækið sitt, Ziska, í hendur fjárfesta fyrir tveimur árum. Hún hefur sett af stað söfnun á Karolina Fund til að leggja lokahönd á frumgerðir nýju línunnar.