Alexandra Sif fitnessdrottning – “Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi”

Alexandra Sif er ung og efnileg stelpa sem getið hefur sér gott orðspor í fitnessheiminum. Ég man alltaf eftir Alexöndru þegar við vorum saman í nemendaráði í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, þá var hún ekki byrjuð að keppa en ég man alltaf eftir því þegar ég var að vinna á fitness móti við að kynna fæðubótaefni, þá leit ég á sviðið og sá ljóshærða stelpu sem mér fannst áberandi flottust, mér fannst ég kannast við hana en kom því þó ekki fyrir mig hver það væri.