Kjúklingur með bönunum og rúsínum

Þessi óvenjulega en gómsæta uppskrift kemur frá Café Sigrún.  Kjúklingur með bönunum og rúsínum Fyrir 2 Innihald Hálfur kjúklingur, grillaður og skinnlaus 2 stórir, þroskaðir bananar, sneiddir gróft Hálf rauð paprika, sneidd þunnt Hálfur rauður chili pipar, sneiddur þunnt 2 hvítlauksrif, afhýdd og söxuð smátt 40 g rúsínur 1 msk maísmjöl, leyst upp í 2 msk af vatni 100 ml hrein jógúrt 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt) 1 lárviðarlauf, mulið mjög smátt 200 ml vatn 1 gerlaus grænmetisteningur Aðferð Rífið allt kjöt af kjúklingnum og setjið í eldfast mót (óþarfi að smyrja mótið).