Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu!

Þessi dýrindis borgari kemur úr smiðju Gulur, Rauður, Grænn og Salt.

 

Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu
Gerir 3-4 hamborgara
400 g nautahakk (líka gott að blanda svínahakki og nautahakki saman 50/50)
1 skarlottulaukur
½ rautt chilí
1 hvítlauksrif
1 eggjarauða
2-3 msk af brauðraspi
2 msk tómatsósa
1 msk worcestershire
1-2 tsk paprikukrydd
1 tsk cayennpipar
salt og pipar

Meðlæti: Ostur, kál, paprika, agúrka ofl.

  1. Setjið skarlottulauk, chilí og hvítlauksrif saman í matvinnsluvél og maukið.
  2. Setjið þetta því næst í skál ásamt nautahakki, eggjarauðu, brauðraspi, tómatsósu, worcestershire, paprikukryddi og cayennepipar. Saltið og piprið.
  3. Grillið, snúið við og setjið ost á. Berið fram með hvítlauksparmesansósu.

 

Hvítlauksparmesan ostasósa
2-3 hvítlauksrif
1 msk olía
180 rjómi
2 msk smjör
½ tsk salt
2 tsk fersk steinselja, söxuð
30 g parmesan ostur, rifinn

  1. Setjið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn þar til hann er orðinn gylltur að lit. Geymið.
  2. Setjið rjóma, smjör og salt í pott og hitið upp við vægan hita og hrærið reglulega.
  3. Þegar sósan er farin að þykkjast bætið þá steinselju, hvítlauk og parmesanosti saman við og hrærið þar til osturinn er bráðinn. Berið strax fram með borgaranum.
Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Árstíðabundinn matseðill
Almennt um matarsýkingar
Parmesanristaðar kartöflur
Suðræn stemning og æðislegur matur
Myndband
10 fjölskyldur með stórfurðulegar matarvenjur
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Þarmaflóran hefur áhrif á skap og líkamsþyngd
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Ekki endurhita þessi matvæli
Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil
10 matvæli sem koma í veg fyrir minnisleysi
5 merki þess að þig vanti bætiefni
Pizza með blómkálsbotni
Myndband
Húsráð: Frystu matinn fyrir hverja máltíð