DIY: Handakrika detox – Hvers vegna þarftu það?

Margar af þeim vörum sem við notum daglega eru fullar af eiturefnum sem geta verið hættulegar heilsu okkar. Ein af þessum vörum er svitalyktaeyðir, en hann innihledur sérlega mikið af skaðlegum efnum, eins og áli. Ál getur haft áhrif á kirtlakerfið, svitaholurnar og ónæmiskerfið.

Sjá einnig: Hvers vegna sviti?

image-15-1

Hvers vegna ættir þú að fara í handakrika detox?

Margir velja sér skaðlausari svitalyktareyði eftir að þau átta sig á því hversu skaðlegur hann er. Margir náttúrulegir svitalyktareyðar geta lyktað einkennilega og snúa þá sér margir aftur að hinum hefðbundna svitalyktareyði.

Það er einmitt ástæðan fyrir því að þú ættir að fara í handakrika detox. Það er til þess að losa líkama þinn við hættuleg efni sem eru í kirtlum þínum og húð. Detoxið mun einnig hjálpa þér að lykta vel og sjá til þess að náttúrulegu svitalyktareyðarnir geri sína vinnu.

Sjá einnig:Heimagerður svitalyktareyðir

Hvað þarf í verkið?

Það er í raun fremur einfalt. Það eina sem þú þarft er eplaedik, vatn og Bentonít leir. Leirinn mun drepa bakteríuna og hreinsa svitaholurnar. Eplaedik er afar hreinsandi og mun hreinsa húð þína mjög vel.

1-2 teskeiðar vatn

1 matskeið Bentonít leir

1 teskeið eplaedik

armpit-detox-why-you-need-this-and-how-to-do-it-1-768x401

Blandaðu innihaldsefnunum í skál, berðu blönduna yfir handakrika þína og láttu sitja á í 5-20 mínútur. Þú munt finna hitatilfinningu og smá kitl, en ekki láta þér bregða. Það þýðir aðeins að blóð er að flæða um svæðið og leirinn er að vinna sína vinnu. Skolaðu því næst með volgu vatni.

Heimildir: womendailymagazine.com

Skyldar greinar
Passaðu upp á nýrun
Láttu þér líða vel
Hvað er hægðatregða?
Góður nætursvefn er lykillinn að góðri geðheilsu
Undirbúðu húðina fyrir farða
Varastu að borða þetta fyrir svefninn
Ert þú að þvo hendurnar rétt?
Mislingar
5 ráð til að bæta sjálfstraustið
Krydd eru allra meina bót
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
DIY: Hármaskar, skrúbbar og andlitsmaskar
Hvað er að vera vegan?
Góður svefn – aukin vellíðan
Allir af stað!
7 streitumistök sem við gerum flest