DIY: Laxerolíu hármaskar – Þykkir og bætir hárið

Laxerolía er náttúruleg grænmetisolía, sem er aðallega unnin úr kristpálma eða Castor baunum. Olían er þykk og klístraðri en flestar aðrar olíur og hentar hún alls ekki fyrir matreiðslu. Þú getur hins vegar notað olíuna í að fá fallegra, þykkara og sterkara hár.

Sjá einnig: Ótrúleg not fyrir laxerolíu

Egg-and-castor-oil-hair-treatment

Sjá einnig: DIY: Fáðu lengri augnhár á stuttum tíma

Laxerolía örvar hárvöxt, gefur hársverði þínum raka, lagar slitna enda, kemur í veg fyrir að hárið brotni, þykkir hárið og gefur því glans.

Laxerolía er full af omega 9 fitusýrum og vítamínum. Hún er þekkt fyrir að lækna hina ýmsu kvilla, eins og til dæmis hárlos.

Hvernig setur maður laxerolíu í hárið?

Settu laxerolíu í lófa þína og berðu hana í hárið þitt frá rótum út í enda. Nuddaðu bæði hárið og rótina vel. Ekki nota of mikla olíu, vegna þess að hún er mjög þykk og það getur verið erfitt að þrífa hana úr. Láttu olíuna vera í hárinu í 15-20 mínútur, skolaðu síðan úr með volgu vatni og þvoðu með sjampói. Þú getur einnig blandað olíunni saman við aðra nærandi olíu, sem er þynnri og þá verðu auðveldara að bera olíuna í hárið.

Laxerolíu og kókosolíu hármaski

Blandaðu einum hluta af laxerolíu saman við kókosolíu í skál. Hitaðu blönduna í 30 sekúndur. Berðu maskann í hárið og hársvörðinn. Vefðu hári þínu upp og láttu standa í þrjár klukkustundir áður en þú þværð það eins og þú ert vön.

Hárnæringar- Laxerolíu hármaski

Blandaðu 2 matskeiðum af laxerolíu, einni matskeið af glycerin, 1 matskeið af eplaediki og þremur pískuðum eggjum. Berðu í þurrt hárið og vefðu því inn í plast og síðan inn í handklæði. Láttu maskann vera í hárinu í tvær klukkustundir og þvoðu það síðan með mildu sjampói.

Einnig er laxerolía frábært fyrir karlmenn og þá sérstaklega þá sem vilja örva hárvöxt sinn.

Heimildir: womendailymagazine.com

Skyldar greinar
DIY: Hármaskar, skrúbbar og andlitsmaskar
Saltsprey í hárið
Þykkara og heilbrigðara hár með réttri umhirðu
Búðu til ís úr nýföllnum snjó
„Ég hef verið gráhærð síðan ég var 18 ára“
Myndir
Lucy Hale er ekki hrædd við að skipta um hárgreiðslu
Myndband
Þessi notar ekki sléttujárn heldur ELD!
Myndband
DIY: Skrúbbur fyrir þurrar varir
Myndband
Hár sem glóir í myrkri
Myndband
Langar þig að læra að gera einhyrninga-greiðslu í hárið á þér?
Myndir
Ert þú “trendsetter”? Þá verður þú að skoða þetta!
Myndir
Hár þessarar stúlku skiptir litum!
Myndir
Hártískan 2017, hvað ætli verði mest í tísku?
Ég hélt ég væri að missa hárið
Myndband
DIY: Gerðu heimagerðan líkamsskrúbb
Myndband
DIY: Gerðu gjafapoka úr gjafapappír