Dóttirin á gjörgæslu vegna sjúkdóms sem á ekki að vera til

Móðir nokkur, Annie Mae Braiden, frá Kanada hvetur foreldra til að láta bólusetja börn sín fyrir kíghósta. Hún setti inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún segir frá dóttur sinni sem er í dag 10 vikna, en hún heitir Isabelle.

Litla stúlkan hefur verið í 4 vikur á spítala eftir að hún fékk kíghósta. Annie Mae vill að foreldrar geri sér grein fyrir því að sú ákvörðun að láta bólusetja sín eigin börn, sé til þess að verja börn annarra líka.

„Ég held að fólk verði að fá að sjá hvað það getur gert öðrum börnum, eins og dóttur minni, að bólusetja börnin sín ekki.“

Síðan deilir hún 10 myndum af Isabelle sem eru alveg sláandi

3fc09e651f2cfb179ecb4eb7e46fc1f1

 

Samkvæmt Annie hefur litla stúlkan hennar verið í þrjár vikur í öndunarvél og hefur þurft að læra upp á nýtt að nærast. „Hún er að ganga í gegnum mikil fráhvörf eftir morfínið og verkjalyfin sem hún þurfti að vera á, meðan hún var í öndunarvélinni. Getið þið ímyndað ykkur hvernig það er að horfa á 10 vikna gamalt barn fara í gegnum fráhvarfseinkenni?“

679bf8937b24aa02f33286cdd345202f

 

Isabelle mun þurfa að vera í 2 mánuði til viðbótar á spítalanum.

Annie vonar að sláandi saga dóttur hennar muni verða til þess að foreldrar fari að láta bólusetja börnin sín:

„Það sem þú gerir varðandi börnin þín er þín ákvörðun, en ekki segja mér að það, að sleppa því að bólusetja börnin þín skaði engan nema þau sjálf. Isabelle sannar það að það getur skaddað önnur börn sem eru ekki orðin nógu gömul til að fá bólusetninguna.“

Hún endar færsluna á því að segja:

„Það er ekki sanngjarnt að dóttir mín sé á gjörgæslu, hóstandi og í andnauð, vegna sjúkdóms sem ætti ekki að vera lengur til.“

 

SHARE