Dýraafurðir í snyrtivörum

Vegan snyrtivörur innihalda engin efni úr dýrum eða afurðum þeirra og langsamlega flestir telja einnig innan flokksins vörur sem ekki hafa verið prófaðar á dýrum. Þær þurfa þó vitaskuld að uppfylla fyrrnefndu skilyrðin líka. Efni sem gjarnan eru notuð í snyrtivörur og eru ekki vegan eru til dæmis:

-lanólín – ein algengasta dýraafurðin í snyrtivörum, kemur úr fitukirtlum kinda og unnið úr ullinni.
-kollagen – mjög algengt í hrukkukremum, vanalega unnið úr brjóski.
-kólesteról – oft notað í augnkrem til dæmis, unnið úr fitu spendýra.
-keratin – algengt efni í hárvörum, er unnið úr húð og hári spendýra, til dæmis.
-gelatín – notað í sólarvarnir, margar hárvörur og freyðiböð og baðsölt.
-hunang – notað í fjölmargar húð- og snyrtivörur.
-býflugnavax – notað í marga varasalva og handáburði.
-estrogen – unnið úr þvagi fylfullra mera og er notað í getnaðarvarnarpillur og ýmis krem og ilmvötn.
-guanine (CI 75170) – búið til úr hreistri af fiskum og er gjarnan notað í vörur sem glitra, t.d. augnskugga, kinnaliti og naglalökk.

Listinn er ekki tæmandi.

Hefurðu lesið utan á þínar snyrtivörur?

 

Heimildir: Fréttatíminn

Skyldar greinar
Passaðu húðina í kuldanum
Góðar venjur kvölds og morgna
Viðkvæma húð þarf að vernda
Fegraðu þig með fæðu
Góð hreinsun eftir farða
Dragðu úr hrukkum á náttúrulegan hátt
Vörtur – Hvað er til ráða?
Húðkrabbamein og fæðingarblettir
Myndband
10 staðreyndir sem þú þarft að vita um appelsínuhúð
Myndband
Maður berst við kengúru til að bjarga hundinum sínum
Að vera ábyrgur neytandi
Myndband
Kona og björn fá sér morgunmat saman
Myndband
Börn sem alin voru upp af dýrum
Myndband
Sérðu köttinn á myndinni?
Myndband
Móðir reynir að skýla barni sínu fyrir árás hunda
Myndband
Hann klæðir hundinn sinn í stíl við sig