Dýrindis sósa með helgarsteikinni

Þessi sósa er algjörlega ómissandi með góðri steik. Uppskriftin er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar og mæli ég eindregið með því að þú prófir þessa sósu við fyrsta tækifæri. Hún er algjört hnossgæti. Ef svo má að orði komast.

Sjá einnig: Góð nautasteik er það fallegasta sem maður sér á diskinum fyrir framan sig

11124093_10153357846002453_1978962587_n

Rjómalöguð sveppasósa

2-3 msk smjör

1 askja sveppir

500 ml rjómi

2-3 tsk villibráðarkraftur

2 tsk gult sinnep

salt

svartur pipar

maizena sósujafnari

  • Til að byrja með setti ég 3 msk af smjöri á pönnu og lokaði nautalundunum með því að snöggsteikja þær í smjörinu.
  • Smjörið sem eftir var á pönnunni notaði ég síðan til að steikja sveppina upp úr. Þannig verður sósan kraftmeiri og bragðbetri.
  • Skerið sveppi í hæfilega stóra bita og steikið upp úr smjöri í um 3 mínútur.
  • Hellið rjóma yfir sveppina og hitið að suðu.
  • Hrærið villibráðarkrafti og sinnepi saman við sósuna og látið krauma við vægan hita í um 15 mínútur.
  • Smakkið til með salti og svörtum pipar og þykkið sósuna eftir smekk með sósujafnara.
  • Ég nota villibráðarkraft í duftformi frá Oscar. Athugið að fara gætilega með saltið í lokin því villibráðarkrafturinn er svolítið saltur.

 

SHARE