Dýrindis túnfisksalat

Létt og gott túnfisksalat, passar æðislega vel með brauði og alls kyns kexi og hrökkbrauði. Kemur frá Café Sigrún.

Túnfisksalat

Fyrir 3-4 sem meðlæti

Innihald

2 harðsoðin egg (notið hvítuna úr einu eggi og svo má nota hitt eggið heilt (með rauðunni og hvítunni)
0,25 tsk svartur pipar
0,25 tsk karrí
1 dós túnfiskur í vatni (150-180 gr). Gætið þess að túnfiskurinn sé Dolphin Friendly, ætti að standa utan á dósinni.
2-3 mtsk majones Einnig má nota 5% sýrðan rjóma frá Mjólku (Hann er án gelatíns).
Hálfur rauðlaukur, saxaður smátt (má sleppa)
Aðferð

Sjóðið eggin og kælið.
Fjarlægið aðra eggjarauðuna.
Notið eggjaskera og skerið eggin fyrst langsum og svo þversum (svo þau endi í litlum bitum).
Hellið vatninu af túnfiskinum og setjið hann í skál.
Setjið egg, majones eða sýrðan rjóma, karrí og svartan pipar í skálina.
Afhýðið og saxið laukinn ef hann er notaður og bætið honum út í.
Hrærið öllu vel saman.

 

Endilega smellið like-i á Café Sigrún á Facebook

cs_logocafe sigrun

SHARE